Aðstoðarleikskólastjóri Brimvers/Æskukots

side photo

Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum stjórnenda með leikskólakennararéttindi og stjórnunarreynslu.

Leikskólinn Brimver/Æskukot er fjögurra deilda leikskóli með starfsstöðvar á Eyrarbakka og Stokkseyri. Skólinn vinnur eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og Grænfánans og unnið er að innleiðingu á heilsueflandi leikskóla. Gert er ráð fyrir að aðstoðarleikskólastjóri hafi faglega yfirumsjón með stoðþjónustu skólans.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 10 þúsund manns og lögð er áhersla á öflugt skóla- og frístundastarf og góða velferðarþjónustu. Skólar og aðrar deildir fjölskyldusviðs vinna að því að styrkja heildstæða nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Þá er áhersla lögð á snemmtækan stuðning, góð tengsl skóla og skólastiga og skólaþróunarverkefni sem unnin eru í anda lærdómssamfélagsins.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfni og mikilli reynslu og þekkingu á skólastarfi. Ráðið verður í stöðuna frá 1. febrúar 2021 eða eftir samkomulagi.

Meginverkefni

 • Staðgengill leikskólastjóra og ábyrgð á rekstri í samráði við hann
 • Dagleg stjórnun og skipulagning skólastarfsins í samráði við leikskólastjóra
 • Ráðgjöf til starfsmanna að höfðu samráði við leikskólastjóra
 • Uppeldi og menntun leikskólabarna
 • Veita foreldrum/forráðamönnum barna stuðning, fræðslu og ráðgjöf
 • Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfsfólki

Menntun og færnikröfur

 • Leikskólakennararéttindi áskilin
 • Framhaldsmenntun í stjórnun og/eða kennslufræðum er mikill kostur
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Leiðtoga- og skipulagshæfileikar
 • Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er skilyrði
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og hæfni í starfi með börnum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/FSL. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Nánari upplýsingar veitir Birna Guðrún Jónsdóttir, leikskólastjóri, birnagj@arborg.is, Sími 480-6372.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2020.

Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og framtíðarsýn umsækjanda varðandi þróun skólastarfs. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila hér í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.