Frístundaleiðbeinendur fyrir skólaárið 2021-2022

side photo

Frístundaheimili Árborgar eru fjögur talsins og eru starfrækt við Barnaskólann á Stokkseyri, í Sunnulækjarskóla, við Vallaskóla á Selfossi og loks nýja frístundaheimilið við Stekkjaskóla.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Styðja við börn í athöfnum daglegs líf eins og við á
  • Leiðbeina börnum í 1.-4. bekk í leik og starfi
  • Vera jákvæð fyrirmynd
  • Samskipti og samstarf við börn, foreldra og samstarfsfólk

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptafærni
  • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Jákvæðni er skilyrði
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í frístundastarfi

Um er að ræða hlutastörf sem fara fram eftir hádegi. Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð.

Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
Umsóknarfrestur er til og með 20. september.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur. Umsækjendur sem áður hafa sótt um starfið þurfa ekki að sækja um aftur.

Frekari upplýsingar um störfin veita forstöðumenn frístundaheimilanna:

Tinna Björk Helgadóttir, forstöðumaður Bifrastar. Netfang: fristund@vallaskoli.is

Elísabet Hlíðdal, forstöðumaður Hóla. Netfang: fristund@sunnulaekjarskoli.is

Agnes Lind Jónsdóttir, forstöðumaður Stjörnusteina. Netfang: fristund@barnaskolinn.is

Sunna Ottósdóttir, forstöðumaður frístundaheimilis Stekkjaskóla. Netfang: sunna.ottosdóttir@arborg.is