Stuðningsfulltrúar í nýjum frístundaklúbbi

side photo

Við leitum að sjálfstæðum og skapandi einstaklingum með margvísleg áhugamál, reynslu og bakgrunn til að vinna í nýstofnuðum frístundaklúbbi fyrir börn í 5. - 10. bekk í vetur. Starfið felst í frístunda- og dægradvöl fyrir grunnskólabörn með fjölþættan vanda á aldrinum 10-16 ára. Markmið frístundaklúbbsins er að veita þátttakendum öruggt athvarf ásamt því að efla félagslegan þroska og stuðla að virkni og félagslegri þátttöku ungmenna í frístundum. Í starfinu er nærumhverfið notað til að þjálfa ungmennin í sjálfstæði, félagsfærni og samskiptafærni. Þátttakendunum er mætt á þeirra grundvelli og þeim veitt þjónusta við hæfi.

Starfstöðin er í Pakkhúsinu, Austurvegi 2A.

Helstu verkefni:

 • Þátttaka í skipulagningu starfsins
 • Einstaklingsmiðuð þjónusta
 • Leiðbeina börnum í leik og starfi
 • Samskipti og samstarf við starfsfólk, þátttakendur, foreldra, starfsfólk skóla og hinar ýmsu stofnanir sem tengjast starfseminn

Hæfniskröfur:

 • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
 • Reynsla af starfi með einstaklingum með stuðningsþarfir er kostur
 • Nám sem nýtist í starfi kostur
 • Sjálfstæði í starfi
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Hreint sakavottorð skilyrði

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum á vinnustöðum sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Ellý Tómasdóttir, umsjónarmaður í vefpóstfang: elly.t@arborg.is

Umsóknarfrestur er til og með 19. september næstkomandi. Um ca. 50% starf eftir hádegi er að ræða.

ATH umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um eina viku, frá 13 - 19. september. Þeir sem hafa nú þegar sótt um starfið þurfa ekki að sækja um aftur.  

Eingöngu er hægt að sækja um starfið hér á ráðningarvef sveitarfélagsins.