Stuðningsfulltrúi Sunnulækjarskóla

Vegna forfalla vantar stuðningsfulltrúa til starfa við Sunnulækjarskóla.

 

Um er að ræða tímabundna ráðningu, vegna forfalla, í 65% starf með vinnutíma frá kl. 8:00 - 13:00. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stefnt er að ráðningu til loka yfirstandandi skólaárs (10. júní 2020).

 

Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara, deildastjóra og annað starfsfólk skólans. Leitað er að einstaklingum með góða samskiptahæfni og áhuga á skólastarfi. Reynsla af uppeldisstörfum er æskileg.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og við eigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Eingöngu er hægt að sækja um starfið hér á ráðningarvef sveitarfélagsins.


Starfið er laust og unnið er úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

 

Deila starfi
 
  • Sveitarfélagið Árborg
  • Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2
  • 800 Selfoss
  • Sími: 480 1900
  • radhus@arborg.is