Forstöðumaður Sundlauga Árborgar

Sveitarfélagið Árborg leitar að forstöðumanni sundlauga Árborgar á Selfossi og Stokkseyri. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á tímum mikillar uppbyggingar í sveitarfélaginu.  

Gestum í Sundhöll Selfoss og sundlaug Stokkseyrar hefur fjölgað mikið síðustu ár en báðar laugarnar eru vinsæll samkomustaður íbúa og gesta.

Sundhöll Selfoss er í samstarfi við World Class sem rekur líkamsræktarstöð í sama húsnæði og nýta iðkendur hennar aðstöðu í Sundhöllinni. Starfsmenn sundlauga eru um 20. 

Fyrirhugaðar eru breytingar og endurbætur á útisvæðum sundlauganna á næstu misserum og mun forstöðumaður koma að hugmyndavinnu og undirbúningi framkvæmda. Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, afburða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Starfssvið

 • Daglegur rekstur og áætlanagerð fyrir sundlaugarnar
 • Starfsmannahald
 • Innkaup
 • Skipulagning þjónustu við sundlaugargesti
 • Umsjón með viðhaldi tækja og eigna sundlauganna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stjórnunar- og rekstrarreynsla
 • Frumkvæði og mjög góð samskiptahæfni
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Starfsreynsla í sundlaugum eða öðrum íþróttamannvirkjum æskileg

Um er að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf um næstu áramót eða eftir nánari samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Vakin er athygli á stefnu sveitarfélagsins um jafnan hlut kynja þverrt á starfsgreinar innan vinnustaða sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bragi Bjarnason, deildarstjóri menningar- og frístundadeildar, bragi@arborg.is eða í síma 480-1900.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019. Eingöngu er hægt að sækja um starfið hér á ráðningarvef sveitarfélagsins.

 

 

Deila starfi
 
 • Sveitarfélagið Árborg
 • Ráðhús Árborgar, Austurvegi 2
 • 800 Selfoss
 • Sími: 480 1900
 • radhus@arborg.is