Velkomin/n á ráðningarvefinn okkar

Hjá Sveitarfélaginu Árborg vinnur breiður hópur fólks í sameiningu að því að veita íbúum og öðrum þjónustuþegum sem besta þjónustu. Starfsfólk sveitarfélagsins er um 850 á rúmlega 30 vinnustöðum sem gerir sveitarfélagið að stærsta atvinnurekanda á svæðinu.


Upplýsingar sem fram koma í umsókn eru eingöngu nýttar af mannauðsstjóra og yfirmanni viðkomandi stofnunar til að ráða hæfasta fólkið hverju sinni. Ekki er hægt að veita trúnað um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf hjá sveitarfélaginu, samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012

Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað.