Frístundaheimili Árborgar auglýsa eftir starfsfólki fyrir skólaárið 2022-2023. Þörf er á frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum.
Um er að ræða hlutastörf sem fara fram eftir hádegi.
Frístundaheimili Árborgar eru fjögur talsins og eru starfrækt við Barnaskólann á Stokkseyri, við Sunnulækjarskóla, við Vallaskóla á Selfossi og við Stekkjaskóla
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Styðja við börn í athöfnum daglegs líf eins og við á
- Leiðbeina börnum í 1.-4. bekk í leik og starfi
- Vera jákvæð fyrirmynd
- Samskipti og samstarf við börn, foreldra og samstarfsfólk
Hæfniskröfur:
- Góð samskiptafærni
- Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Áhugi á starfi með börnum
- Jákvæðni er skilyrði
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í frístundastarfi
Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til og með 08. ágúst 2022
Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags
Nánari upplýsingar um störfin veita forstöðumenn frístundaheimilanna í Árborg
Tinna Björk Helgadóttir forstöðumaður Bifrastar bifrost@arborg.is
Elísabet Hlíðdal forstöðumaður Hólum holar@arborg.is
Agnes Lind Jónsdóttir forstöðumaður Stjörnusteinum stjornusteinar@arborg.is
Sunna Ottósdóttir forstöðumaður Bjarkarbóli bjarkarbol@arborg.is